Fara í efni

Viðhaldsframkvæmdir og lokanir á Reykjanesbraut laugardaginn 11. október.

Viðhaldsframkvæmdir og lokanir á Reykjanesbraut laugardaginn 11. október.

Laugardaginn 11.október er stefnt á að sinna viðhaldsframkvæmdum á Reykjanesbraut ofan Reykjanesbæjar. Um er að ræða kaflann frá Rósaselstorgi að hringtorgi við Fitjar.

Umferð verður beint um hjáleið niður Garðskagaveg og Heiðarberg inn á Hringbraut. Þaðan geta vegfarendur komist á ný inn á Reykjanesbraut um Njarðarbraut.

Áætlað er að framkvæmdir standi yfir frá kl. 09:00 - 17:00. Viðeigandi merkingar verða settar upp skv. lokunarplani sem birt er á meðfylgjandi myndum.

Verktaki er Malbikunarstöðin Höfði.

Viljum við biðja ökumenn að sýna tillitsemi og aka varlega framhjá verksvæðinu þar sem menn eru að stöfum nálægt umferð.

Yfirlitsmyndir og lokunarplan - PDF